top of page
Helga Jóhanna Harðardóttir.
Grunnskólakennari.
Stefán Óskar Jónsson.
Verkstjóri.
Arna Huld Sigurðardóttir.
Hjúkrunarfræðingur.
Nataliya Ginzhul.
Íþróttakennari.
​
Guðjón Örn Sigtryggsson.
Bíllstjóri.
Lára Skæringsdóttir.
Grunnskólakennari.
Njáll Ragnarsson.
Sérfræðingur á fiskistofu.
Anton Eggertsson.
Matreiðslumaður.
Hafdís Ástþórsdóttir.
Hársnyrtir.
Jónatan Guðni Jónsson.
Grunnskólakennari.
Drífa Þöll Arnarsdóttir.
Húsmóðir.
Haraldur Bergvinnsson.
Innkaupastjóri
Guðlaugur Friðþórsson.
Vélstjóri.
Sólveig Adolfsdóttir.
Húsmóðir.

Njáll frá Eyjalistanum segir frá því hvernig flokkurinn sé samansuða af Samfylkingu, Framsóknarflokkinum og Vinstri Grænum og standa fyrir þeim sjónarmiðum innan bæjarpólitíkar. Það eru um 150-200 manns í félaginu. Flokkurinn er mið til vinstri flokkur og stefna þeirra seinustu kosningar er svipuð þeirri sem er núna. Stefnan seinast var um aukin áhrif bæjarbúa á stjórn bæjarins, aukið íbúalýðræði, eitthvað um skólamál, uppbygging heimila aldraðra, uppbygging þjónustuhúsa fyrir fatlaða o.s.frv. Stefnan núna er keimlík þar sem meiri áhersla er lögð á skólamál. Ennþá er talað um uppbyggingu húsnæða aldraðra og fatlaðra. E-listinn hét fyrst E-listinn seinustu kosningar 2014 en hét áður V-listinn og var það sennilega 1998 sem flokkarnir voru sameinaðir undir V-listann. Listinn hefur verið edurnýjaður mjög mikið frá seinustu kosningum t.d fyrsta, annað og fjórða sætið. Einhverjir í neðri sætunum hafa verið lengur en annars mikið af nýjum andlitum. Fyrir GRV vilja þau setja meiri kraft í stoðkerfi skólans og fá inn skólasálfræðing, talmeinafræðing, deildarstjóra í sérkennslu sem skipuleggur starf fyrir þá sem þurfa aukna þjónustu. Þetta mun gefa t.d. þeim sem eiga erfitt að lesa meiri þjónustu til að geta lært og sinnt sínu námi við hæfi. Fyrir bæjarfélagið hafa þau talað um umhverfismál og vilja setja meiri kraft í þau og skólamálin, sinna uppbyggingu fyrir aldraða og fatlaða eins og hefur komið hér fyrr fyrir og er akkúrat það sem þau einblína mest á. Í samgöngumálum ætlar Eyjalistinn að þrýsta á ríkið til þess að klára Landeyjahöfn svo hún verði heils árs höfn sem siglt verður í allt árið um kring. E-listinn vill líka að ríkið skilgreini hlutverk heilbrigðisstofnunarinnar meira en gert er í dag þar sem ríkið er að skera niður í fjárlögum til HSU. Eyjalistinn vill að ríkið komi fram og segi hvernig stofnuninn eigi að vera í framtíðinni svo fólk sé ekki í óvissu með störfin og þjónustuna sem við fáum. Framtíðaráætlun með sjúkraflug er einnig óskað eftir svo öryggi sjúklinga í Vestmannaeyjum sé tryggt eins vel og hægt er.

1

​

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

bottom of page