top of page
Eyþór Harðarson.
Útgerðastjóri.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir.
Sjúkraþjálfi.
Trausti Hjaltason.
Framkvæmdarstjóri.
Helga Kristín Kolbeinsdóttir.
Skólameistari.
Elliði Vignirsson.
Bæjarstjóri.
Margrét Rós Ingólfsdóttir.
Félagsfræðingur.
Sigursveinn Þórðarson.
Svæðisstjóri.
Páll Marvin Jónsson.
Framkvæmdarstjóri.
Andrea Guðjóns Jónasdóttir.
Sjúkraliði.
Gísli Stefánsson.
Æskulýðsfulltrúi.
Agnes Stefánsdóttir.
Framhaldsskólanemi.
Vignir Arnar Svafarsson.
Sjómaður.
Klaudia Beata Wróbel.
Nemi og túlkur.

Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt Hildi stendur fyrir á landsvísu frelsi einstaklingsins, einkaframtaki, almenn trygging lágra álagna á íbúa og að ríkisafskipti séu ekki of mikil. Flokkurinn er hægri sinnaður og seinustu kosningar var stefna þeirra sú að leggja áherslu á ábyrgan rekstur, að halda áfram að greiða niður skuldir, tryggja hagkvæmni í rekstri og fara eins vel með peninga skattborgara og hægt er. Áherslu atriði þeirra nú eru enn að tryggja ábyrgan rekstur og verja þessa sterku stöðu þar sem við höldum áfram að greiða niður skuldir, halda áfram að framkvæma og reynt er að styrkja atvinnulífið t.d. sjávarútveginn og ferðaþjónustuna. Þau hafa ákveðið að taka yfir reksturinn á Herjólfi og með því vilja þau bæta og tryggja að heimamenn hafi meira að segja um samgöngurnar. Flokkurinn var stofnaður 25. maí 1929 við sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslyndaflokksins. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins hefur breyst mikið frá seinustu kosningum fyrir 4 árum þar sem margir nýjir hafa bæst við í efstu fjögur sætin og Elliði Vignison færðist niður um 4. Hildur sem setið hefur verið sem formaður fræðsluráðs síðan 2010 með ákveðnum hléum en hefur allan tímann verið í ráðinu segir frá því hvernig þau byrjuðu íþróttaakademíuna og mótað framtíðarsín GRV hvað varðar lestur og stærðfræði. þau nýlega samþykktu að fara í miklar breytingar á skólalóðunum með hjálp landslagsarkítekta frá Landmark og eru þau búin að setja á síðu Vestmannaeyjabæjar útlit af nýjum skólalóðum. Þau vilja stækka Hamarskólann með því að byggja við hann því hann hefur engann samkomusal, of lítinn matsal og þau vilja einnig flytja Tónlistaskólann í sama hús og Hamarskólann vegna lélegs aðgengis þar sem húsið er á þrem hæðum og aldurs hússins sem tónlistarskólinn er í. Frístundaverið vilja þau einnig sjá þarna undir. Fimmti bekkur á svo að færast yfir í Barnaskólann og bæta á deildarstjórastöðu miðstigs við sem er 5-7. bekkur. Fyrir bæjarfélagið vilja þau tryggja að við eyðum ekki meira en við öflum, skoða hvort ætti að gera stórskipahöfn norðan við Eiðið vegna of erfiðra innsiglingu fyrir stærri skipin. Setja gervigras á einn af grasvöllum bæjarins svo hægt sé að lengja keppnistímabilið, byggja við Kirkjugerði til að fjölga leikskólaplássi og Merlin Entertainment sem er næst stærsta skemmtanafyrirtæki í heimi á eftir Disney ætlar að flytja hingað tvo hvíthvali sem eru í óviðunandi aðstæðum úti í Shanghai í skemmtigarði sem þeir keyptu. Þeir eru nú með stranga dýraverndunarstefnu í fyrirtækinu og vilja koma dýrunum í betri aðstæður á útbúin griðastað. Hugmyndin er að búa til kví úti í Klettsvík og eru byrjaðir að byggja hvalalaug niður á Strandvegi sem þeir geta verið í verstu vetramánuðina. Í sambandi við Herjólf vilja þau lengja ferðirnar svo þær séu frá 6:30-12:00. Ferðirnar eiga einnig að verða ódýrari svo ekki þurfi að kaupa rándýr inneignarkort því bæjarbúar eiga að fá sjálfkrafa afslátt þegar þau fara. Þau vilja halda áfram að berjast í samgöngumálum við ríkið og fyrir því að sigla oftar í Landeyjahöfn. Ef talað er um HSU þá ber ríkið ábyrgð á heilbrigðisþjónustu og þarf að þrýsta á það að þjónusta við fæðandi mæður sé efld og full fæðingaþjónusta verði veitt með aðgengi að skurðstofu. Ef að, af einhverri ástæðu þurfi að fara upp á land á að tryggja tímabundið húsnæði fyrir móðirina. Í sambandi við sjúkraflutning kom upp svört skýrsla og frá því kom sú hugmynd að hafa sérhæfan starfsmann í sjúkrafluginu sem getur veitt lífsbjörg. Sjálfstæðisflokkurinn styður það eindregið.          

Bragi Ingibergur Ólafsson.
Eldri borgari

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

bottom of page