top of page
Alfreð Alfreðsson.
Leiðsögumaður.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir.
Viðskiptafræðingur.
Elís Jónsson.
Vélstjóri.
Guðmundur Ásgeirsson.
Fjárfestir.
Hrefna Jónsdóttir.
Þroskaþjálfi.
Sveinn Rúnar Valgeirsson,
Skipstjóri.
Kristín Hartmannsdóttir.
Tækniteiknari.
Íris Róbertsdóttir.
Grunnskólakennari.
Aníta Jóhannsdóttir.
Viðskiptafræðingur.
Hákon Jónsson.
Nemi.
Emma Sigurgeirsdóttir Vídó
Leikskólakennari.
Guðný Halldórsdóttir.
Sjúkraliði.
Styrmir Sigurðarson.
Yfirmaður Sjúkrafluttninga á Suðurlandi.
 
Leifur Gunnarsson.
Eldri borgari.

Samkvæmt Írisi stendur bæjarmálafélagið þeirra fyrir lýðræðislegri vinnubrögðum, rafræna stjórnsýslu, meira upplýsingaflæði svo fólk geti tekið meiri þátt í ákvarðanatöku og að íbúalýðræðið fái sjálft að kjósa um stóru ákvarðanirnar sem teknar eru á miðju kjörtímabili en ekki aðeins þegar verið er að kjósa til bæjarstjórnar. Einnig vilja þau leggja mikla áherslu á fræðsumálin þar sem þeim finnst að bæjarfélagið geti staðið betur við bakið á þeim þó þetta séu góðir skólar. Það eru um 120 skráðir í bæjarmálafélagið og félagið er hvorki vinstri né hægri sinnað þar sem þetta er ekki flokkur og fólkið kemur úr öllum áttum. Bæjarmálafélagið var stofnað 15. apríl 2018. Það sem þau vilja gera fyrir GRV er að fá fólk til að vera stolt af skólanum sínum, ekki aðeins nemendum  og fá þannig metnaðinn fyrir sömu samkennd og við höfum hjá íþróttafélaginu. Fyrir bæjarfélagið vilja þau leggja aukna áherslu á fræðsumálin og hagsmunamálin s.s. samgöngurnar og heilbrigðismálin sem þarf að bæta mikið. Í samgöngumálunum vilja þau að hugsað sé um Landeyjarhöfn sem er ekki búin að vera virka vel og mikið þurft að sigla í Þorlákshöfn sem fækkar ferðum umtalsvert. Við komumst ekki upp á land og fólk kemst ekki til okkar. Fyrir Heimaey vill einnig skoða hvort hægt sé að fá háhraða ferju eins og kom um Þjóðhátíðina. Þau vilja skoða hvort hægt sé að fá þannig ferju með þeirri sem er að koma, svo ferjan geti siglt með og við getum séð hvernig hún reynist. Þau vilja einnig fara út í það að endurskoða þjónustu Rauðagerðis þar sem skertur opnunartími er og þau vilja í samráði við krakkana gera aðrar áherslur þar. HSU þarf líka á breytingum að halda með bættri þjónustu en það þarf peninga frá ríkinu fyrir því. Bæta þarf hvernig mannað er spítalann og hvernig þjónustustig eigi að vera þar. Til að bæta þjónustustigið vilja þau fá sjúkraþyrlu á Suðurlandið svo viðbragðstíminn þegar einhver slasast eða veikist sé stuttur þannig að bráðalæknir komi bara eftir tíu mínútur.

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

bottom of page